Litir regnbogans - Daníel Arnarsson | Lag Hinsegin daga 2017

Litir regnbogans - Daníel Arnarsson | Lag Hinsegin daga 2017 Litir regnbogans - Daníel Arnarsson | Lag Hinsegin daga 2017
Watch the video

Litir regnbogans - Daníel Arnarsson | Lag Hinsegin daga 2017

Lag Hinsegin daga 2017 / Song of Reykjavik Pride 2017

Lag: Örlygur Smári, Michael James Down og Primoz Poglajen

Texti: Hólmar Hólm

Útsetning og upptökustjórn: Örlygur Smári

Söngur: Daníel Arnarsson

Bakraddir: Pétur Örn Guðmundsson

Textamyndband: Hólmar Hólm

Útgefandi: Hands Up Music & Reykjavík Pride

Frítt niðurhal: www.hinsegindagar.is/lag

 

Litir regnbogans

Í upphafi var ást
eina sem að sást,
Kaos og Eros,
harmónía,
hvar sem það er tóm,
finnum við samhljóm,
lifum og elskum,
já, allt til enda

Þetta’ er okkar paradís-dís-dís-dís,
guðir, gyðjur, konur, menn,
kynjaverur,
syngjum saman þar til sólin rís-rís-rís-rís,
göngum töfrunum á vald, þar til–

Við verðum öll sem eitt,
dönsum og hlæjum dátt,
myrkrið lýsum við upp hátt og lágt,
sko, skín nú vítt og breitt,
dýrðin á himni hátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

Ástargyðjan fríð
hrærir hjörtu blíð,
blæs okkur í brjóst
hinni ljúfu löngun
en regnbogans frú,
litrík hennar brú,
tengir guði’ og menn,
nú fagnar Íris

Þetta’ er okkar paradís-dís-dís-dís,
guðir, gyðjur, konur, menn, og núna–

Við verðum öll sem eitt,
dönsum og hlæjum dátt,
myrkrið lýsum við upp hátt og lágt,
sko, skín nú vítt og breitt,
dýrðin á himni hátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

Saman dansi litir regnbogans í sátt,
ég óska, ég óska, ég óska, ég óska þess,
að hjörtun öll, hjörtun öll, hjörtun öll slái í takt,
ég óska, ég óska, ég óska, ég óska þess,
bara í, bara í, bara í, bara í nótt

Skín nú vítt og breitt,
verðum öll sem eitt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
skín nú vítt og breitt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

 

Kvikmyndir og sjónvarp

Fleiri greinar

Dramatísk þáttaröð frá HBO um fjölbreyttan hóp...

Tónlistarmyndbönd

Fleiri greinar

Drag

Fleiri greinar