Barn - Már og Iva

Barn - Már og Iva

Sundkappinn Már Gunnarsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins á Stöð 2. Már er blindur og keppir á vegum Íþróttasambands fatlaðra og hefur náð frábærum árangri á sínu sviði. Már er einnig tónlistarmaður og hefur einnig slegið í gegn á þeim vettvangi.

Í þættinum Lífið utan leiksins opnaði Már sig um það að hann væri samkynhneigður.

„Ég gaf út lagi í sumar með vinkonu minni Ívu [Marín Adrichem] sem er ein af mínum bestu vinkonum og við endurgerðum lag eftir Ragnar Bjarnason, guð blessi minningu hans, ég er samt ekki trúaður,“ segir Már léttur en þau endurgerðu lagið Barn.

„Ég horfði á minningarþátt um Ragnar Bjarnason sem RÚV framleiddi sem var einstaklega vel gerður. Ég heyrði þetta lag og mér fannst það eitthvað svo æðislegt. Ég hafði alveg heyrt þetta lag áður en mig langaði að gera eitthvað við það. Við tókum þetta lag upp og gáfum það út og þetta var eitt mest spilaða útvarpslag á Íslandi í sumar,“ segir Már en þau tvö gáfu út rómantískt myndband við lagið í sumar.

„Þar vorum við að leiðast og knúsast og svona. Svo þegar þetta lag kom út þá fékk ég fullt af skilaboðum hvort ég væri kominn með kærustu út af þessu myndbandi. Það var bara altalað atriði að við Íva væru saman og ég er alveg viss um að það sé fullt af fólki sem heldur það enn þá í dag. Það versta við þá staðreynd er að við erum bæði samkynhneigð þannig að það passar ekki vel saman. Ef við værum ekki bæði blind þá held ég að fólk hefði ekki hugsað þetta. Fólk hefur ábyggilega haldið, æji þau hafa fundið hvort annað, enn sætt.“

 

Sjá nánar á visir.is


Lagið og myndbandið má sjá hér:

 

Á YouTube rás Más má sjá meira frá þessum listamanni: https://www.youtube.com/channel/UCor0waM61Dr1trhe3ONtlMQ

Kvikmyndir og sjónvarp

Fleiri greinar

Dramatísk þáttaröð frá HBO um fjölbreyttan hóp...

Tónlistarmyndbönd

Fleiri greinar

Drag

Fleiri greinar