Pink Partý grímuball

Pink Partý grímuball

Hið árlega Masquerade Pink Partý verður haldið í Iðnó þann 10. febrúar í tengslum við alþjóðlegu hinsegin vetrarhátíðina Rainbow Reykjavik! Eins og segir í kynningunni verður glamúrinn og gleðin við völd. Fólk er kvatt til að klæðast skrautlega og taka með grímu í anda þema kvöldsins þó það sé ekki skylda. Á grímuballi er nefnilega tækifæri til að tjá sig eins og hver vill í klæðaburði og eða förðun. Það verður boðið upp á föðrunarborð fyrir þá sem vilja og ef þú kemur fyrir miðnætti fylgir drykkur með.

Nánari upplýsingar á facebook viðburðinum: PINK PARTY Masquerade BALL!
Hægt er að kaupa miðana í forsölu hér: www.pinkiceland.is/pink-party

Hér eru nokkrar svipmyndir frá ballinu 2017 frá gayice.is.  

 

Jonathan Duffy var þá kynnir, frá Drag-Súg komu og skemmtu Aurora Borealis, Wonda Starr, Turner Straight og Russel Brund og systurnar í Sísý Ey sungu áður en Dj Siggi Gunnars tók völdin.

 

Grímuballið er hluti af alþjóðlegri hinsegin vetrarhátíð sem ber yfirskriftina Rainbow Reykjavík, hún stendur yfir um helgina og það er Pink Iceland sem skipuleggur. Von er á fjölda erlendra gesta hingað til lands í tengslum við hátíðina sem munu kynnast Reykjavík og nágrenni yfir vetrartímann auk þess sem boðið er upp á skipulagðar ferðir þar sem þekktar náttúruperlur eru skoðaðar. Íslendingum bíðst að fara á fleiri viðburði helgarinnar sem má fræðast um hér: Rainbow Reykjavik

Tengdar greinar