Reykajvík Pride | Hinsegin dagar 2018

Reykajvík Pride | Hinsegin dagar 2018
Reykajvík Pride | Hinsegin dagar 2018

Gleðigangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu stundvíslega kl. 14 laugardaginn 11. ágúst og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Þá taka við glæsilegir útitónleikar í Hljómskálagarðinum.

En það verður fjölbreytt dagskrá dagana í kringum sjálfa gleðigönguna sem má lesa hér og veglegt tímarit hátíðarinnar er hægt að nálgast á flestum dreifingarstöðum Grapevine eða lesa hér.

Opnunarhátíðin færist aftur í Háskólabíó í ár. Að venju mun fjöldi frábærra listamanna koma fram og færa okkur söng, dans og gleði í hæsta gæðaflokki.

Aðdáendur dragsýninga tóku andköf þegar fréttist að Detox úr RuPaul’s Drag Race væri á leið til landsins. Hún verður í góðum félagsskap því einnig koma fram 7. ágúst Drag-Súgur, Honey LaBronx og hin íslenskættaða Heklina.

Detox - We like it like that

 

Nýlegar greinar