Mommie Queerest sýningin kemur til Íslands

Mommie Queerest sýningin kemur til Íslands

Ofur-dragdrottningarnar Heklina og Peaches Christ eru væntanlegar til Reykjavíkur með stjörnusýninguna MOMMIE QUEEREST! Sýningin er hluti af dagskrá Reykjavik Pride og meðal gesta á sviði eru Páll Óskar, Gógó Starr og Faye Knús. Sýningin er djörf og bráðfyndin skopstæling á bandarísku költmyndinni Mommie Dearest með Faye Dunaway í hlutverki Joan Crawford. Þó að kvikmyndin lýsi myrku og ofbeldisfullu sambandi Joan við dóttur sína Christinu Crawford, var það ómótstæðilega yfirdrifin túlkun Faye Dunaway á Joan sem sló óvænt í gegn og myndin varð í kjölfarið söguleg í grínmenningu samkynhneigðra.

Í bland við sprenghlægilega illa skrifuð samtöl og stórundarlegt handrit er ljóst að frami Dunaway hefur aldrei jafnað sig eftir leik hennar í myndinni. Greyið Joan Crawford er betur þekkt fyrir þessa mynd en þær sem hún lék sjálf í sem ókrýnd drottning Hollywood. Á hverri Hrekkjavöku endurvekja hommar enn í dag hina skrímslalegu, vitstola Joan klædda í baðslopp með andlitið þakið kuldakremi, öskrandi „Engin herðatré!“

Í þessari dragsýningu reynir fölnaða stjarnan Peaches Christ að efla álit almennings á sér. Í örvæntingarfullri tilraun til að fá meiri athygli ákveður hún að ættleiða glænýja drag-dóttur, Hek-tinu. Peaches lofar að gefa nýju drag-dóttur sinni allt það sem hún aldrei fékk en hin unga Hek-tina uppgötvar fljótt að drag-móðir hennar er í raun algjör taugahrúga sem beitir hana andlegu ofbeldi. Hek-tina byrjar á laun að skipuleggja atlögu gegn móður sinni. Aumingja húshjálpin Palli festist á milli þeirra tveggja og leitar hjálpar hjá Christopher bróður Hek-tinu (Gógó Starr) og blaðamanninum Faye Knús. Komið og verið vitni að þessari hryllilega fyndnu kvöldskemmtun um... barnamisnotkun! En endilega skiljið herðatrén eftir heima…

Sýningin verður 15. ágúst í Tjarnarbíó sem hluti af dagskrá Hinsegin daga.

Tryggið ykkur miða í tíma á TIX.is og fylgist með fréttum af viðburðinum á Facebook viðburðinum Mommie Queerest