Trúðurinn í kjólnum treður upp í Hörpu

Trúðurinn í kjólnum treður upp í Hörpu

Bianca Del Rio skaust upp á stjörnuhiminn dragheimsins eftir þáttöku í sjöttu seríu RuPaul‘s Drag Race 2014. Roy Haylock heitir maðurinn bak við drag karakterinn sem hann uppnefnir gjarnan Trúðinn í kjólnum / Clown in a Gown. Í þessari sýningu segir Bianca furðusögur af ferðum sínum um heiminn og stórbrotnu ævintýralífi, í einni metnaðarfyllstu dragsýningu sögunnar It‘s Jester Joke.

Ekki missa af tækifærinu til að sjá The Queen of Mean í þessari splunkunýju, drepfyndnu sýningu! Bianca rígheldur áhorfendum sínum með óhefluðum skoðunum á öllu milli himins og jarðar; allt frá stjórnmálum og ferðalögum, til fjölskyldumálefna og samfélagsmiðla, en einmitt á þeim vettvangi er hún orðin ein skærasta drag stjarna dagsins í dag.

Tryggið ykkur miða á TIX.is og fylgist með Facebook viðburðinum til að fréttir.

Um stórmerkan ferilinn má lesa á Wikipedia og hér fyrir neðan eru nokkur góð atriði fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar merku stjörnu.

 

Nýlegar greinar