BEARS ON ICE | STRÁKABÖLL

BEARS ON ICE | STRÁKABÖLL

BEARS ON ICE hátíðin verður haldin í 15. skipti næsta fimmtudag til sunnudags. Við viljum sérstaklega bjóða íslendinga og aðra sem hér búa velkomna á böllin okkar föstudags og laugardagskvöld. Þetta hafa lengi verið nokkurn vegin einu MEN ONLY/ strákaböllin hérlendis. Allir karlmenn sem laðast að öðrum karlmönnum velkomnir óháð hárvexti eða vaxtarlagi enda snýst bangsasenan meira um viðhorf en útlit, að fagna fjölbreytileikanum og vera sáttur í eigin skinni.

  

BEARS ON ICE  STRÁKABÖLLIN

Fimmtudagskvöld er Welcome partý með lágri tónlist og afslappaðri stemningu, gott til að kynnast nýju fólki og spjalla.
Frítt inn frá kl. 20 á Petersen Svítunni. MEN ONLY

Föstudagskvöld hitnar í kolunum enda TOP OFF PARTY með seiðandi tónlist fyrir þá sem vilja dansa á meðan aðrir mingla og spjalla.
Húsið opnar 22:00 og gestir BOI mæta snemma. Gaukurinn, Tryggvagata 22. MEN ONLY. 20 ára aldurstakmark. 2.500 kr. við hurð og forsala á gayice.is. Takmarkað magn miða.

Laugardagskvöld er svo aðalfjörið, CLUB NIGHT klúbbastemning með DJ GingerBear frá Vancouver, Bjartmar og Bistro Boy troða upp með nokkur lög og svo verður dansað fram á rauða nótt.
Húsið opnar 22:00 og gestir BOI mæta snemma. Curious bar, Hafnarstræti 4, efri hæð. MEN ONLY. 20 ára aldurstakmark. 2.500 kr. við hurð og forsala á gayice.is. Takmarkað magn miða. 

 

Það er uppselt í ferðir BOI

Erlendir gestir BEARS ON ICE fara að auki Gullna hringinn á föstudag og í Bláa lónið á laugardag og endapunkturinn er sunnudagsbröns á Jómfrúnni.

Hópurinn er kominn hingað til að skemmta sér og kynnast nýju fólki og þá ekki síst Íslendingum svo það er engin ástæða til að vera feiminn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og myndir og myndbönd frá undanförnum árum: https://www.bearsonice.org/islenska

Facebook viðburðir:
Top Off Party föstudag
Club Night laugardag

BEARS ON ICE er árlegur not-for-profit viðburður sem byrjaði 2005. Hann er skipulagður af áhugasömum sjálfboðaliðum sem vilja auka fjölbreytileika íslensku gay senunnar og fá til landsins nýjustu strauma í tónlist og skemmtun. Sömu aðilar hafa rekið gayice.is upplýsingaveituna síðan 2003 og Samkynhneigd.is síðan 2017.

Nýlegar greinar