Drag-Súgur snýr aftur til að lip-synca sinn svanasöng

Drag-Súgur snýr aftur til að lip-synca sinn svanasöng

Drag-Súgur snýr aftur til að lip-synca sinn svanasöng 12. og 13. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum. 🦢

"Félagsskapurinn hefur verið salt jarðar í grasrót dragsenunnar á Íslandi síðustu sex ár og nú er kominn tími til að kveðja með stæl í Þjóðleikhúskjallaranum 🎭

Einvalalið okkar besta draglistafólks mun sjá til þess að öll skemmti sér konung- og drottningarlega á þessari lokasýningu Drag-Súgs. Búist við ógleymanlegu kvöldi stútfullu af fjöri, gleði, hlátri, gráti, blóði, svita, tárum, gerviaugnhárum, hárkollum, glimmeri, brjóstum, bossum, dansi, drama og dragi! 🎉

Sætin eru númeruð og framboðið takmarkað, svo við mælum með að tryggja ykkur miða sem fyrst "

***update***

Vegna skyndilegra Covid takmarkana var sýningunum frestað fram í 2022 svo það er enn möguleiki að sjá Drag-Súg.

 

Miðasala:
https://tix.is/is/leikhusid/buyingflow/tickets/12157

Facebook viðburður fyrir nánari upplýsingar:
https://www.facebook.com/events/3183098661911505/

Tengdar greinar