RVK BEAR - strákaböll um helgina

RVK BEAR - strákaböll um helgina

Reykjavík Bear hátíðin byrjar 1. september og stendur til 4. september. Nokkur fjöldi gesta er væntanlegur til landsins til að skemmta sér og öðrum ásamt því að kynnast landi og þjóð. Þrjú kvöld í röð verða men only party og reyndar líka á miðvikudeginum þegar þeim sem koma snemma bíðst að koma á Humpday Social. Öll kvöldin eru opin gestum jafnt sem þáttakendum RVK BEAR. Miðvikudag og fimmtudag er frítt inn en selt inn á föstudag og laugardagskvöld.

Reykjavík Bear verður haldið dagana 1. til 4. september í ár og von er á um 60 erlendum gestum sem koma til að sjá landið, kynnast og skemmta sér með okkur!

Á föstudags og laugardagskvöld höldum við partý fyrir bangsana og bjóðum íslenskum böngsum og aðdáendum þeirra af öllum stærðum og gerðum að koma og skemmta sér ásamt gestum okkar. Einu kröfurnar eru að gestir séu opnir fyrir fjölbreyttum líkömum og hvers konar líkamsskömm er með öllu óvelkomin og svo er þetta augljóslega viðburður ætlaður hinsegin gaurum fyrst og fremst, sís, trans og kynsegin.

 

Föstudaginn 2. september höldum við top-off partý á Gauknum! Allir bangsar, birnir, stórir strákar, loðnir strákar, vinir og aðdáendur þeirra eru velkomnir á þennan viðburð sem er fyrir gaura, sís, trans eða kynsegin, 20 ára og eldri!

DJ Rino Sorrentino frá Ítalíu hitar upp þar til okkar eini sanni DJ Mighty Bear tekur við og heldur stemmingunni gangandi inn í nóttina. Þetta kvöld eru gestir hvattir til að fara úr að ofan og upplifa frelsið sem því fylgir en það er hverjum og einum frjálst að gera það eða ekki.

Miðasala er í fullum gangi á reykjavikbear.is en einnig verða miðar seldir við innganginn og kostar 2.500 kr. Inn. Húsið opnar kl. 21 og við mælum með að mæta snemma!

 

 

Laugardaginn 3. september verður aðal bangsapartý Reykjavík Bear haldið á HÚRRA! Þetta er aðal viðburður hátíðarinnar og við tjöldum öllu sem við eigum! Allir bangsar, birnir, stórir strákar, loðnir strákar, vinir og aðdáendur þeirra eru velkomnir á þennan viðburð sem er fyrir gaura, sís, trans eða kynsegin, 20 ára og eldri!

Við fáum frábær skemmtiatriði sem hefjast kl. 23 með uppistandi frá Dan Nava sem hefur verið að sigra landið að undanförnu með frábæru uppistandi og að vera duglegasti maður Íslands á TikTok!

Í kjölfarið fáum við svo seiðandi burlesque atriði sem mun koma blóðinu af stað þegar Dan the Man og Mr. Tombastic stíga á stokk með atriði eins og þú hefur aldrei séð áður! Þeir hafa báðir skapað sér frægð fyrir fjölbreytt atriði sín og eru þekktir fyrir að æsa áhorfendur upp!

Svo mun hinn eini sanni DJ Kris Witha K frá Manchester taka við fjörinu og halda okkur í góðum gír fram í nóttina. Hann hefur skapað sér virkilega gott orðspor og er á hraðri uppleið í Bretlandi og Evrópu enda alveg frábær DJ hér á ferð.

Miðasala er í fullum gangi á reykjavikbear.is en einnig verða miðar seldir við innganginn og kostar 2.500 kr. Inn. Húsið opnar kl. 21 og við mælum með að mæta snemma!

Bangsafélagið, sem heldur Reykjavík Bear, vill skapa rými fyrir bangsa og aðdáendur þeirra til að skemmta sér saman á sínum forsendum og við bjóðum þér að vera með.

Komdu með á Reykjavík Bear