Hinseginhátíð Vesturlands 2023

Hinseginhátíð Vesturlands 2023

Það stendur mikið til á Akranesi næstu daga þegar Hinsegin Vesturland stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands 2023. Það er þegar búið að skreyta Akranes með lengstu regnbogagötu landsins og jafn mikill metnaður hefur farið í skipulagningu hátíðarinnar sem spannar fimm daga, 19. – 23. júlí 2023.

Dagskráin er aðgengileg á Facebook viðburðinum Hinseginhátíð Vesturlands 2023 og síðu félagsins Hinsegin Vesturland.

Það verður myndlistarsýning, heimildamyndahátíð, sundbíó, tónlistarbingó, prepppartý föstudagskvöld, fjölbreitt upphitun á laugardeginum fyrir Gleðigönguna sem hefst kl. 14 og skemmtidagskrá á eftir. Einnig verður heljarinnar Hinsegin partý um kvöldið og að lokum kvöldmessa með hinsegin ívafi sunnudagskvöld.

Myndir af Facebook síðu Hinsegin Vesturland þar sem nánari upplýsingar um hátíðina er að finna.

Nýlegar greinar