Hinseginhátíð Vesturlands 2023

Hinseginhátíð Vesturlands 2023

Það stendur mikið til á Akranesi næstu daga þegar Hinsegin Vesturland stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands 2023. Það er þegar búið að skreyta Akranes með lengstu regnbogagötu landsins og jafn mikill metnaður hefur farið í skipulagningu hátíðarinnar sem spannar fimm daga, 19. – 23. júlí 2023.

Dagskráin er aðgengileg á Facebook viðburðinum Hinseginhátíð Vesturlands 2023 og síðu félagsins Hinsegin Vesturland.

Það verður myndlistarsýning, heimildamyndahátíð, sundbíó, tónlistarbingó, prepppartý föstudagskvöld, fjölbreitt upphitun á laugardeginum fyrir Gleðigönguna sem hefst kl. 14 og skemmtidagskrá á eftir. Einnig verður heljarinnar Hinsegin partý um kvöldið og að lokum kvöldmessa með hinsegin ívafi sunnudagskvöld.

Myndir af Facebook síðu Hinsegin Vesturland þar sem nánari upplýsingar um hátíðina er að finna.