Það vakti athygli í aðdraganda kosninga til Alþingis 2016 og 2017 að nokkrir frambjóðendur eru opinberlega samkynhneigðir, þar á meðal Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson fyrir Framsókn og Hanna Katrín Friðriksson fyrir Viðreisn.
Önnur lesbía Ingileif Friðriksdóttir velti fyrir sér hvaða flokk hún ætti að kjósa 2017 og fengu landsmenn að fylgjast með hennar persónulegu vegferð í þáttunum Hvað í fjandanum á ég að kjósa? sem sýndir voru á RÚV. Hanna og Ingileif hittust á hinsegin skemmtistaðnum Kiki og ræddu meðal annars hvenær Hanna kom út úr skápnum. „Síðast þegar ég kom hérna, reyndar nokkrir mánuðir síðan, þá afrekaði ég það að draga tvo ráðherra með mér á dansgólfið,“ segir Hanna í þættinum sem má sjá hér: Dró tvo ráðherra á dansgólfið á Kiki.
Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru giftir og voru í tveim efstu sætum lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður 2016. Ekki náðu þeir inn á þing í það skipti en látum fylgja með hér vísan á viðtal við þá á Vísi þar sem Lárus segir meðal annars að þrátt fyrir aukið frjálsræði í íslensku samfélagi hafi þeir báðir þurft að sanna sig töluvert meira sem samkynhneigðir karlmenn. Viðtalið má lesa hér: Sonurinn var jólagjöf
Uppfært 20/3 2018: nafn Sævars hafði misritast og biðjumst við velvirðingar á því.