Það verður fjör á Nauthól þegar lesbíur halda sína Dívugleði. Það verður fordrykkur, veislumatur, ræður og skemmtiatriði, einnig happadrætti með glæsilegum vinningum og svo heldur DJ Andrea Jóns uppi stuðinu fram á nótt.
Undirbúningsnefndina skipa Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, Ásdís Óladóttir, Fríða Bonnie Andersen (sem sést á selfie myndinni með veislustjóra kvöldsins Jódísi Skúladóttir), ásamt Guðbjörgu Ottósdóttir og Katrínu Jónsdóttir. Það er von þeirra að þetta geti orðið að árlegum viðburði.
Þó þema kvöldsins sé glamúr og fágun þá vísar nafnið til innri dívunnar sem býr í okkur öllum svo það er enginn dresskóði. Viðburðurinn er ætlaður öllum sem skilgreina sig sem lesbíur, tvíkynhneigðar, pan eða trans.
GayIceland.is fjallaði um Dívugleðina: A diva party for gay, bi, pan and trans women.
Dívugleðin á sér Facebook hóp: Dívugleði og hér er Facebook viðburður kvöldsins: Dívugleði 18. nóvember.
Dagskráin er glæsileg eins og sjá má í lýsingunn á viðburðinum:
- Húsið opnar 18:00 með fordrykk og Sillu
- Borðhald hefst 19:00 Veislustjóri Jódís Skúla
- Hátíðarræðukorn flytur María Helga Guðmundsdóttir form S´78
- Happdrætti Guðrún Ögmunds og Sigríður Ingibjörg draga úr seldum miðum
- Bláskjár syngur
- og fleira ...
Þriggja rétta kvöldverður + ball kr. 8500.-
Forréttir
- Dívu síld
- Reyktur Lax
- Grafinn lax með sólselju og einiberjum
- Tvíreykt hangikjöt með piparrót
- Gljáður hamborgarhryggur með waldorf salati
Aðalréttur
- Kalkúnabringa með sætkartöflumousse, rótargrænmeti og villisveppasósu
Eftirréttur
- Vanillu créme brulée
Vegan matseðill:
Forréttir
- Gljáð rauðrófa með valhnetum
- Fylltur kúrbítur með blómkáli
- Grænkálssalat með sætum kartöflum og mangó
- Bankabygg með shiitakesveppum
Aðalréttur
- Jólahnetusteik Nauthóls með rauðkáli , rótargrænmeti og bökuðum kartöflubátum . Borin fram með hindberja chutney og villisveppasósu.
Eftirréttur
- Blandaður sorbet með ávöxtum og berjum.
Ball
DJ Andrea Jóns 22:30- 02:00
Hægt að kaupa miða við innganginn kr. 2000.-
Miðar í mat + ball eru „rafrænir“ og greiða skal inn á reikning 301-26-078078 kennitala 210564-8379 í síðasta lagi föstudaginn 3. nóvember.
Vinsamlega takið fram við greiðslu í netbanka hvort þið viljið grænmetismatseðilinn.