Saman í 14 ár og dreifa gleði í sálina | RÚV

Saman í 14 ár og dreifa gleði í sálina | RÚV

RÚV sýndi skemmtilegt innslag um menninguna á Dalvík þar sem Addi og Nonni eru með vinsælan flóamarkað í bílskúrnum allan ársins hring sem fær á sig mikinn jólabrag í desember. Það starf snýst um að njóta, gefa bros og dreifa gleði í sálina.

Það er mikil upplifun að koma til þeirra Arnars Símonarsonar og Jóns Arnars Sveinssonar, eða Adda og Nonna, í desember. Þeir eru mikil jólabörn og í þau fjórtán ár sem þeir hafa verið saman hafa þeir ferðast um heiminn og sankað að sér alls konar skrauti. Hver hlutur á sinn stað og yfirleitt breyta þeir ekki miklu á milli ára. 

„Við erum yfirleitt bara með opið um helgar og eftir hádegi þessa daga. Og það er rennerí og þetta er svona pínulítil félagsmiðstöð í hverfinu, fólk hittist hérna og kemur oft saman,” segir Addi. „Svo er þetta bara svo hrikalega gaman. Það eru oft kassar hérna fyrir utan bílskúrinn um helgar og maður er að finna oft algjörar gersemar í þeim. Við Nonni stöndum í þessu saman og höfum gaman af.”

Nonni var með blómabúð á Akranesi í nokkur ár og hefur nú komið sér upp blómaskeytingaverkstæði í kjallaranum og rignir pöntunum inn.

Kíkið á innslagið: Snýst um að gefa bros og dreifa gleði í sálina

 

Tengdar greinar

Nýlegar greinar