BEARS ON ICE er handan við hornið

Bears on Ice - strákaball
BEARS ON ICE er handan við hornið

BEARS ON ICE er handan við hornið en viðburðurinn hefst þann 30. ágúst með Welcome Partýi í Petersen svítunni. BEARS ON ICE stendur yfir í 4 daga en aðalkvöld hátíðarinnar fer fram laugardagskvöldið 1. september í Ægisgarði þar sem fram koma skemmtikraftarnir Doctor Woof frá London, Jackie Moon, Pixy Strike og Haffi Haff. DJ Dramatik sér svo um tónlistina. Von er á um 130 erlendum gestum á hátíðina í ár en uppselt er í allar skoðunarferðir en skipuleggjendur vonast til að sjá sem flesta íslenska stráka mæta í partýin á meðan á hátíðinni stendur.

Miða má nálgast hér í GayIce.is búðinni:

Laugardag 1. september 2018.
BEARS ON ICE – Club night – Ægisgarður
Doctor Woof. Jackie Moon, Pixy Strike. Haffi Haff. DJ Dramatic.

Föstudag 31. ágúst, kl 22-03
Top off – partý á Gauknum.
Strákaball – men only.
DJ First Gift frá Svíþjóð og DJ Elevator Moods.

 

Einn af 15 bestu bear viðburðum í heimi

Bear World Magazine tilnefndi BEARS ON ICE sem einn af 15 bestu viðburðunum í heiminum og er á topp 30 listanum yfir bestu BEAR viðburðina í heiminum að mati GayTravel4u.   Þetta er í fjórtánda sinn sem viðburðurinn er haldin en hann var fyrst haldinn árið 2005. Síðan þá hefur viðburðurinn stækkað jafn og þétt og er nú einn af stærstu hinsegin viðburðum ársins á Íslandi.

Markmið viðburðarins hefur frá upphafi verið að auka fjölbreytnina á íslensku “gay” senunni og bjóða uppá skemmtun fyrir homma, tvíkynhneigða eða trans karlmenn sem fíla aðra karla. Viðburðinn sækir fjöldi erlendra gesta og dagskráin er sniðin þannig að íslendingar eiga auðvelt með að taka þátt og blanda sér í þennan alþjóðlega hóp karlmanna. Undanfarin ár hafa flestar men-only skemmtanirnar fyrir gay, bi og trans karlmenn á Íslandi verið þær sem BEARS ON ICE hefur staðið fyrir en teymið á bakvið BEARS ON ICE hefur einnig staðið fyrir FAB böllum undir merkjum GayIce.is. Þá hefur BEARS ON ICE stutt dyggilega við ýmis verkefni og til að mynda styrkt starf HIV samtakanna um eina milljón frá árinu 2015.

 

Sjá nánar:

Heimasíða BEARS ON ICE 
https://bearsonice.org/islenska

 

BEARS ON ICE einn af 15 bestu BEAR viðburðum í heimi:
https://bearsonice.org/galleries/in-the-media/238-bears-on-ice-named-on-of-the-15-best-bear-events-in-the-world

 

BEARS ON ICE á topp 30 lista yfir BEAR viðburði 2018
https://bearsonice.org/galleries/in-the-media/236-bears-on-ice-is-one-of-the-top-30-bear-events-for-2018

Tengdar greinar