„Við fórum aftur í gær sem hópur í mótmælagjörningi #égfermeðþér. Í þetta skipti var mun jafnara hlutfall af trans og cis karlmönnum ásamt cis konum. Sumir trans mennirnir höfðu varla áður fengið að upplifa það að fá að fara í karlaklefann. Sjáið okkur (aðeins hlutur hópsins hér!)“
Þetta skrifaði trans maðurinn Prodhi Manisha í færslu á twitter með myndinni að ofan og bætir við:
„Við erum skælbrosandi og áttum yndislega ferð saman. Það var samstaða frá cis fólki, það var gleði, hlátur og valdefling í okkar sameiginlegri tilveru þar sem að við vorum allir jafnir. Það er bylting #égfermeðþér. Ég er ennþá að grenja úr gleði og stolti.“
Prodhi hefur lengi barist fyrir því að trans fólk fái að velja búningsklefa í samræmi við kynvitund hvers og eins hafði kallað eftir stuðningi cis fólks (þeir sem ekki eru trans):
„Cis fólk! Ef þið mynduð styðja trans fólk í sundlaugina, í búningsklefum og baðherbergjum osfrv og mynduð fara með okkur í samstöðu, endilega tweet-ið stuðning þinn með myllumerkinu #ÉgFerMeðÞér“ og fengið góð viðbrögð. Twitter þráðinn má lesa hér: https://mobile.twitter.com/proddicles/status/1310601215043088385
Ræddu um trans fólk í sundlaugum: Mikilvægt að fræða börnin
Það kom þó einhverjum á óvart að mæta transfólki í búningsklefanum og fjallaði K100 um það og fékk til viðtals Tótlu Sæmundsdóttur fræðslustýru hjá Samtökunum '78 í morgunþættinum Ísland vaknar. „Við kannski lifum í dag við þann raunveruleika að kyn er aðeins fjölbreyttara en við hugsuðum um þá,“ segir Tótla meðal annars og sagðist virkilega ánægð með að sjá að 95-98% þeirra sem svöruðu færslu á Facebook voru á sama máli og sögðu þetta ekki skipta neinu máli. Tímarnir væru breyttir og fólk væri að venjast hlutunum eins og þeir væru í dag. Konan sem skrifaði upphafsinnleggið ætti að ræða við barnið sitt og fræða það um trans fólk.
Hlustið á þáttinn hér:
https://k100.mbl.is/frettir/2020/09/28/raeddu_um_trans_folk_i_sundlaugum/