Þorsteinn V. Einarsson og Bjarni Snæbjörnsson ræða hugtökin heterosexismi og hómófóbía í sjötta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Hvað merkja þessi hugtök og hvaða áhrif hafa þau.
„Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að ég væri ekki hommi“. Bjarni Snæbjörnsson leikari lýsir upplifun sinni af því að vera samkynhneigður karlmaður í samfélagi sem er gegnsýrt af gagnkynhneigðum viðmiðum. Í gegnum spjall við Bjarna verður leitast við að að svara hvað er homophobia og hvernig heterósexismi getur skýrt þöggun, útilokun og vanlíðan (ó)gagnkynhneigðra karla og hinsegin fólks.