Hinsegin dagar 2022 eru byrjaðir og að vana kemur þá út tímarit Hinsegin daga með kynningu á dagskrá og viðburðum hátíðarinnar en ekki síður fróðlegar greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu.
Tímarit Hinsegin daga fyrir hátíð ársins 2022 inniheldur margvíslegt efni, s.s. viðtöl við hinsegin fólk um líf þeirra og störf, umfjöllun um hinsegin ungmenni, greinar sem skrifaðar eru af hinsegin fólki um mál sem brenna á hinsegin samfélaginu, yfirlit yfir dagskrá Hinsegin daga og jafnvel hinsegin stjörnuspá.
Tímaritið má nálgast hér: Tímarit Hinsegin Daga 2022
Nánari upplýsingar bæði á íslensku og ensku má nálgast á vef Hinsegin daga hinsegindagar.is
Dagskráin er hér: hinsegindagar.is/dagskra Bæði eru fjölbreyttir viðburðir Hinsegin daga og svokallaðir Off Venue viðburðir skipulagðir af öðrum í tilefni hátíðarinnar.
Gleðigangan verður svo gengin frá Hallgrímskirkju kl. 14 laugardaginn 6. ágúst, niður að Lækjargötu og að Hljómskálagarðinum þar sem Útihátíð tekur við kl. 15.
Árið 2022 munu Hinsegin dagar í fyrsta sinn starfrækja PRIDE CENTER, Gayrsgötu 9 – við gömlu höfnina í Reykjavík. Þar verður Kaupfélag Hinsegin daga til húsa en auk þess upplýsingamiðstöð, viðburðir, kaffihús og bar. Semsagt, kjörinn staður til að stoppa við og njóta góðs félagsskapar á Hinsegin dögum. Einnig er hægt að versla miða og varning í vefverslun Hinsegin Kaupfélagsins: hinseginkaupfelagid.is
Einnig er gott að fylgjast með Facebook síðu Hinsegin daga: Hinsegin dagar - Reykjavik Pride