Hinsegin kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Hinsegin kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Icelandic Queer Film Festival verður haldin í fyrsta sinn daganna 4. til 7. september en þrjátíu ár eru liðin síðan fyrsta hinsegin kvikmyndahátíðin var haldin á Íslandi.

Kvikmyndir sem endurspegla veruleika, áskoranir og bakslag í mannréttindabaráttu trans fólks verða í fókus á fyrstu hinsegin Icelandic Queer Film Festival hátíðinni sem haldin verður 4. - 7. september 2025 í Bíó Paradís.  

En á hátíðinni verður einnig fjöldi áhugaverðra mynda bæði nýlegra mynda auk  úrvals sígildra og mikilvægra kvikmynda sem allar eiga það sameiginlegt að tilheyra hinsegin kvikmyndagerð.

Fyrir neðan finnið þið nánari upplýsingar um flestar myndirnar.

 

Heigtened Scrutiny

Ný heimildamynd þar sem fylgst er með mannréttindalögfræðingnum Chase Strangio en hann er leiðandi í baráttu fyrir réttindum trans fólks í Bandaríkjunum.

Einnig er settur fókus á hvernig áhrif skaðlegrar orðræðu hefur á viðhorf gagnvart transfólki.

 

Sauna

Johan er ungur samkynhneigður maður í Kaupmannahöfn sem nýtur næturlífsins í botn, en það breytist hins vegar þegar hann verður ástfangin af transmanninum William.   

Djúpstæð ást þeirra ögrar fyrirframgefnum hugmyndum um kyngervi, kynvitund og náin sambönd.

 

Asog

Áhrifarík og einstök kvikmynd þar sem mörk heimildar og leikins efnis eru óljós. Við fylgjumst með kynsegin kennaranum REY á leið sinni að keppa í dragkeppni. Hán ferðast um Filipseyjar í kjölfar og skugga fellibylsins Yolanda. Hnyttin og áhugaverð vegamynd sem hittir beint í mark!

 

Big Boys

Jamie er feiminn 14 ára strákur sem hlakkar til að fara í útilegu með uppáhalds frænku sinni – þar til hann kemst að því að nýr kærasti hennar ætlar að koma með. Ferðin tekur óvænta stefnu og verður að hjartnæmu og fyndnu ævintýri fullu af hlátri, vandræðum og nýjum uppgötvunum.

Hjartahlý saga fyrir alla aldurshópa sem minnir okkur á að stundum koma stærstu augnablikin þegar við síst búumst við þeim.

 

Four Mothers

Edward er rithöfundur á uppleið sem stendur frammi fyrir stærsta tækifæri starfsferils sín. Hann á hins vegar í miklum erfiðleikum með að fara frá kröfuharðri móður sinni sem þarfnast mikillar umönnunar. Óvænt finnur hann sig með þrjár auka mæður vina sinna sem ákváðu að skipta úthverfa lífinu fyrir Pride á Kanarí.

Fyndin, hjartnæm og vitræn saga sem slegið hefur í gegn á kvikmyndahátíðum síðastliðið ár og vann meðal annars áhorfendaverðlaun á London Film Festival 2024.

 

All Shall Be Well

Angie og Pat hafa verið hjón í rúma fjóra áratugi. En þegar Pat fellur óvænt frá finnur Angie sig réttindalausa gagnvart fjölskyldu Pat. Hún þarf að hafa sig alla við í að halda reisn sinni og í heimili þeirra hjóna sem þær deildu saman í yfir þrjátíu ár.

 

Lesbian Space Princess

Lesbíska geimprinsessan Saira leggur í björgunarleiðangur í tilraun til að bjarga fyrrverandi kærustunni sinni með hjálp kynsegin poppstjörnu og fúlu boomer geimskipi. Sjúklega fyndin og speisuð teiknimynd.

 

If I Die, It‘ll Be of Joy

Í heimi þar sem oft er horft framhjá framlagi eldri borgara leiða Micheline, Francis og Yves hóp eldri aðgerðasinna í að gjörbylta búsetu umhverfi eldri borgara. Saman ögra þau staðalímyndum, fordómum og endurskilgreina hugmyndir um kynlíf, ást og hvað það þýðir að eldast.

 

A House Is Not A Disco

Þessi goðsagnakenndi hinsegin strandbær Fire Island, sem staðsettur er klukkutíma frá New York borg, stendur nú á tímamótum þar sem ný kynslóð endurhugsar Pines fyrir nýja tíma inngildingar.

Með stórum hópi eftirminnilegra sérvitringa, aðgerðarsinna, heimamanna og nýliða sem velta fyrir sér arfleifð Pines á meðan þau undirbúa sitt ástkæra þorp fyrir stærstu áskorunina síðan alnæmisfaraldurinn geisaði: hækkandi sjávarmál vegna loftslagsbreytinga. Skemmtileg og hjartnæm portrett af einstöku samfélagi

Viðtal við leikstjóra myndarinnar: An inside look at ‘A House is Not A Disco’

 

Hinsegin klassík

 

To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar

Þrár drag drottingar ferðast þvert yfir landið þar til bíllinn þeirra bilar og þær eru strand í litlum bæ.

 

Paris is Burning

Einstök innsýn inn í ballroom senu New York borgar á 9. áratug síðustu aldar.

Þrjátíu ár eru liðin síðan myndin var fyrst sýnd á Íslandi á Hinsegin Bíódögum.

 

Fucking Åmål

Sígild unglingamynd sem allir sáu þegar hún kom í bíó árið 1999.   

Åmål er sænskur smábær þar sem ekkert gerist. Elin er sæt, vinsæl og leið á lífinu. Agnes er vinalaus, leið og sjúklega skotin í Elin. Ein sú mest umbeðna hinsegin klassík í manna minnum!

 

Liquid Sky

Svartir Sunnudagar hefja veturinn með hinni einu sönnu Liquid Sky í samstarfi við IQ (Icelandic Queer Film Festival)! Glimmer, kynusli, geimtripp og '80s nýbylgja á sterum – og þú ert ekki viss hvort þú ert að horfa á list eða martröð.

Tengdar greinar