"RÖND Í REGNBOGA" með Viggó og Víólettu
Viggó: Bjarni Snæbjörnsson 
Víóletta: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir 
Lag: Bob Merrill og Jule Styne 
Íslenskur texti: Ævar Þór Benediktsson 
Útsetning: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
"Lagið Rönd í regnboga var sérstaklega útsett fyrir Hinsegin daga í Reykjavík 2012 og var sérstakur texti búinn til sem heiðrar það sem hátíðin stendur fyrir. Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann/hún er. Við erum rönd í regnboganum, með mismunandi litbrigði, persónuleika, kynhneigð, kynvitund, kyn, hörundslit, áhugamál, fjölskyldur, sambönd, trúarbrögð o.s.frv. Möguleikarnir eru óteljandi. Fögnum fjölbreytileikanum allt árið og verum stolt af því að við erum öll rönd í regnboga."
Tónlistarmyndband: 
Leikstjóri, kvikmyndataka og handrit: Erlingur Óttar Thoroddsen 
Framleiðandi, handrit og eftirvinnsla: Helga Bryndís Ernudóttir
 
																																	 
																			 
				
			
 
                         
                         
			 
			 
			 
			 
			 
			 
			 
			 
			 
      