Íslensk útgáfu af Sister Sledge-laginu We are family. Íslenski titillinn: Ein stór fjölskylda.
„Ég gekk með þá hugmynd í nokkurn tíma að gera fullorðinsútgáfu af laginu fyrir Gay Pride. En svo eru allir sem koma að þeirri hátíð í svo miklu stuði; Hera Björk er með nýtt lag og Palli [Páll Óskar] er alltaf með eitthvað nýtt í gangi. Ég ákvað þess vegna að nota þessa hugmynd fyrir Gunna og Felix.“
Venju samkvæmt verða Gunni og Felix á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Þar verður lagið frumflutt. „Við frumflytjum það í Neskaupstað og svo verður það flutt á stóra sviðinu á Gay Pride helgina eftir. Þar höfum við ekki verið á sviðinu í mörg ár,“ segir hann en textann við lagið sömdu þeir sjálfir.
Sjá viðtal á dv.is: Gunni og Felix gera sumarsmell