Hér er myndband sem sýnir stemninguna þegar Reykjavik Bear hátíðin fór fram í fyrsta skipti núna í september 2021. Hann tekur við af Bears on Ice viðburðinum sem byrjaði 2005, nú undir nýju nafni og nýjir skipuleggjendur.
Það er Bangsafélagið sem stendur að Reykjavik Bear og fleiri viðburðum. Þeir tóku til dæmis þátt í Reykjavik Pride 2019 þegar gangan var síðast gengin. Félagið samanstendur af sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við framkvæmd Bears on Ice og fylgir viðburðurinn margreyndri formúlunni sem hefur verið fínpússuð í gegnum árin en alltaf haldið ferskri. Fyrsti Reykjavik Bear viðburðurinn átti að vera í september 2020 það þurfti að aflýsa viðburðinum vegna Covid takmarkana.
Þið getið hjálpað til við að efla viðburðinn með því að láta vini vita af honum og kannski deila þessu myndbandi: