Drag-Súgur byrjaði með stæl með glæsilegri sýningu 20. nóvember 2015 á Gauknum. Það kom í ljós að það er eftirspurn eftir góðum drag sýningum og drag senan hefur bara blómstrað síðan.
Páll Óskar kom fram eftir sýninguna sem var við hæfi þar sem hann var hluti af fyrstu drag senunni á Íslandi á Moulin Rouge klúbbnum. Næsta stóra drag sena var á klúbbnum Jóni Forseta í Aðalstræti og hét sá hópur “Hégómi og eftirsókn eftir vindi í segli”. Eftir það fór lítið fyrir drag senuninn fyrir utan hinar oftast árlegu keppni um titilinn Drag Drottning Íslands og seinna líka Drag Kóng Íslands.
Hér eru nokkrar klippur frá fyrstu sýningu Drag Súgs á Gauknum sem hafði alþjóðlegt yfirbragð. Jonathan Duffy uppistandari frá Ástralíu var kynnir, GóGó Starr ríkjandi Draggdrottning Íslands kom fram ásamt Starínu sem var síðast titluð Dragdrotting Íslands með einu g og það var árið 2003. Einnig komu fram Pixy Strike frá Ungverjalandi ásamt Aurora Borealis, Mighty Bear, Danny Boy og fleirum.
Hér eru nokkrar svipmyndir frá þessari fyrstu sýningu sem Drag-Súgur stóð fyrir 20. nóvember 2015. Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan er hægt að flétta myndunum eða láta þær spila sjálfkrafa.
Við tókum líka saman myndband til að sýna stemninguna.
Myndir og myndband: Páll Guðjónsson