Að vanda voru Hinsegin dagar 2023 settir við hátíðlega hádegisathöfn. Á dagskránni voru stutt ræðuhöld og tónlist auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga! Að þessu sinni var Vegamótastígur málaður til að marka upphaf hátíðarinnar.
Dagskrá Hinsegin daga er sneisafull og áhugaverð og við hvetjum alla að taka þátt og njóta. Hringiða hátíðarhalda Hinsegin daga verður í IÐNÓ alla vikuna, þar sem svokallað PRIDE CENTRE verður starfrækt. Þar verður líka Kaupfélag Hinsegin daga með ýmsan varning og hægt að nálgast veglegt tímarit Hinsegin daga sem er líka hægt að nálgast hér:
Fyrir ofan eru nokkrar svipmyndir frá athöfninni og upptaka af erindum sem Inga Björk og Ólöf Bjarki fluttu. Guðlaugur Bragi Björsson formaður Hinsegindaga stýrði.