Útvarpsþátturinn Víðsjá á Rás 1 velti fyrir sér menningarheimi samkynhneigðra í þættinum 24. júní 2016 í ljósi árásar sem gerð var á hommaklúbbinn Pulse í Orlando fyrr í mánuðinum. Rætt var meðal annars við Pál Óskar Hjálmtýsson, Veturliða Guðnason, Úlfhildi Eysteinsdóttur, Þorvald Kristinsson, Felix Bergsson og fleiri um það hvernig skemmtanalíf homma og lesbía hefur þróast hérlendis í gegnum tíðina.
Nánar um þáttinn: Hinsegin athvarf skiptir máli og upptaka er hér: MP3.