Sigrún Grendal, formaður HIV Ísland flutti erindið: Ábyrgð á eigin heilsu. Þar fjallaði hún meðal annars um þann ótrúlega árangur hefur náðst í baráttunni við HIV/Alnæmi síðastliðin 15 ár, árangur vekur bjartsýni og alheimsmarkmiðið er nú að útrýma faraldrinum fyrir 2030.
Upptaka frá málstofu HIV Ísland sem haldin var á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. des. 2017.
Fyrir neðan eru nokkur stikkorð úr erindinu.
Að bera ábyrgð á eigin heilsu – Hvað þýðir það?
- Vegna tilkomu betri lyfja lifa HIV jákvæðir lengur.
- HIV dregur ekki úr lífslíkum.
- Aukaverkanir lyfjanna nánast engvar.
- Sumir sitja þó uppi með afleiðingar fyrri tíma, lyfin o.fl.
- Spurning hvaða afleiðingar fólk situr uppi með bæði andlega og félagslega. Fólk upplifði hryllilega tíma.
Hækkandi aldur – nýjar áskoranir
- Um 50 % HIV jákvæðra í Bandaríkjunum eru komin yfir fimmtugt.
- Sumir komnir á dvalarheimili fyrir aldraða.
- Þurfum að huga að fræðslu starfsfólks og viðhorfsbreytingum þeirra sem sinna eldra fólki.
- Eldra fólk er í áhættuhóp hvað varðar HIV smit.
- Ekkjufólk og fráskilið fólk er t.d ekki meðvitað um áhættuna á HIV smiti. Ekki eins upplýst.
- Fólkið er komið úr barnseign og gleymir öðrum áhættuþáttum s.s kynsjúkdómum.
Lífslíkur HIV jákvæðra eru þær sömu og annarra en samt …
- Með hækkandi aldri aukast líku á ýmsum sjúkdómum hjá HIV jákvæðu fólki sem og hjá jafnöldrum.
- Að eldast er ákveðinn póstur og að vera HIV jákvæður er annar póstur. Samanlagt geta þessir tveir póstar aukið áhættu á ákveðnum sjúkdómum.
- Helst er talað um hjarta og æðasjúkdóma, beinþynningu og ákveðnar tegundir krabbameins.
Að bera ábyrgð á eigin heilsu
- Að greinast með HIV í dag þarf ekki að hafa mikil áhrif á líf viðkomandi.
- En þú þarft að vera ábyrgur og taka ráðin í þínar hendur – með öðrum orðum „þú berð ábyrgð á eigin heilsu.
- Hvað ætlarðu að gera í því?
- Það er algjörlega undir þér sjálfum komið hvernig þú tekst á við hlutina.
Þú berð ábyrgð á eigin heilsu
- Það vita allir hvað þarf að gera til að bæta heilsuna og koma sér í betra form.
- Það sama gildir um HIV jákvæða og alla aðra.
- Lifa heilbrigðu lífi. Þarft ekki að fara út í öfgar – bara gera það sem allir vita að þarf að gera – gera það skemmtilegt.
- Hreyfa sig
- Borða hollari mat
- Hætta að reykja
- Hlæja meira
Og þú sem ert HIV jákvæður …
- Þú hefur greinst HIV jákvæður – hvað ætlarðu að gera í því?
- Mundu að það eru til svo ótrúlega margir sjúkdómar sem eru svo miklu hræðilegri/verri en HIV a.m.k fyrir okkur sem höfum svona gott aðgengi að heilbrygðisþjónustu, lyfjum o.fl.
- Plís, ekki festast í hugsuninni um „skömm“. Af hverju í ósköpunum á fólk að skammast sín fyrir að hafa greinst HIV jákvætt?
- Og plís, segðu frá – treystu fólki.
- Ekki láta feluleikinn verða þér hættulegri en sjúkdómurinn er þér.
Að bera ábyrgð á eigin heilsu
- Að bera ábyrgð á eigin heilsu þýðir líka að við þurfum að vera virk í samskiptunum við lækninn okkar.
- Við þurfum að undirbúa okkur fyrir læknisheimsóknina, vera með spurningar og athugasemdir á hreinu. Ekki láta lækninn eingöngu sjá um þetta.
- Verum hreinskilin og opin og segjum frá því sem okkur liggur á hjarta.
- Eitt er víst „læknirinn er enginn hugsanalesari“ .
Að bera ábyrgð á eigin heilsu
- Að bera ábyrgð á eigin heilsu getur þýtt svo margt.
- Hvað kynlíf varðar þá ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér. Samþykktu ekki neitt sem þér er á móti skapi – það sem þú samþykkir er á þína ábyrgð.
- Mér hefur þótt skrýtið til þess að hugsa að allri ábyrgð sé skellt á hinn HIV jákvæða þegar kynlíf er annars vegar. Á ekki hver að bera ábyrgð á sjálfum sér?
Allir ættu að vita að …
- Eins og flestir vita þá eru HIV lyfin í dag það góð að þau bæla veiruna niður og halda henni ómælanlegri. Veiran verður því óvirk og þar af leiðandi ósmitandi.
- HIV jákvæðir á lyfjum smita ekki aðra af HIV veirunni.
- Sá sem ekki veit að hann er HIV jákvæður og er þar af leiðandi ekki á lyfjum getur smitað aðra án þess að gera sér grein fyrir því.
- Það má eiginlega útfæra þetta þannig að HIV jákvæður á lyfjum er í raun sá sem ekki smitar af HIV.
- Hvað með þig? Veist þú um þinn status?
Aðgengileg HIV próf – hraðpróf
- Aukin HIV tilfelli greindust síðastliðin 2 ár.
- Til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þarf fólk að fara í HIV próf.
- Því aðgengilegri sem prófin eru því meiri líkur eru á því að fólk nýti sér þau.
- Hraðpróf eru eitt af þeim baráttumálum sem HIV Ísland hefur sett á oddinn.
Að bera ábyrgð á eigin heilsu
- Að bera ábyrgð á eigin heilsu inniber þess vegna að fólk nýti sér þessi próf og það af minnsta tilefni.
- Þegar um er að ræða eins alvarlegan smitsjúkdóm og HIV er þá er betra að prófa oftar en sjaldnar.
- Þetta er sú leið sem vegur hvað stærst í að fyrirbyggja útbreiðslu HIV.
- Ekkert kemur þó í stað forvarna og fræðslu.
- Takið ábyrgð á eigin heilsu.
Splæstu í smokk!
- Takið ábyrgð á eigin kynheilsu.
- Til er forvarnarlyf gegn HIV – PREP
- Til er forvörn gegn HIV og öllum öðrum kynsjúkdómum – sú forvörn heitir „smokkur“.
- Taktu ábyrgð á eigin kynheilsu – Splæstu í smokk!