Ef átt er við af hverju lesbíur og hommar segja öðrum frá fjölskylduaðstæðum sínum eða kynhneigð þá er svarið einfalt. Alla daga segir gagnkynhneigt fólk frá kynhneigð sinni án þess að gera sér grein fyrir því. Fólk talar um börnin sín og maka án þess að gera sér grein fyrir að þau eru þar með að segja frá kynhneigð sinni. Þegar lesbía segir frá eiginkonu sinni þá er hún ekki að ræða persónuleg einkamál heldur er hún að taka þátt í hinu vinsæla atferli gagnkynheigðra; "spjall um maka og börn".
Sú uppgötvun að fólk er ekki allt eins truflaði sumt gagnkynheigt fólk í upphafi réttindabaráttu lesbía og homma en nú eru flestir orðnir vanir því að fjölskyldur eru ólíkar og að allir geta tekið þátt í hinum vinsæla vinnustaðaleik að ræða persónulegar aðstæður sínar án þess að þær teljist vera einkamál sumra hópa en opinber mál annarra hópa.