Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi

Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi
Watch the video

Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi

Í kvikmyndinni birtist kornungt samkynhneigt fólk sem segir frá reynslu sinni þegar það kemur út úr skápnum. Hér er lögð rík áhersla á einlægar og persónulegar frásagnir þar sem fléttast saman húmor og alvara.

Talað er um hvernig vitundin um það að vera öðruvísi en hinir vaknaði, tilfinningar einangrunar, og einmanaleika, ástarþráin, óttinn við höfnun, skortur á jákvæðum fyrirmyndum og svo sú dýrmæta reynsla að rjúfa þennan vítahring og öðlast sátt við eigin hlut í lífinu. Lýst er viðbrögðum fjölskyldunnar, skólans, vinahópsins og hvernig þessi reynsla litar persónuleika og tilfinningar viðkomandi.

Áherslan er einkum á hinn sammannlega og tilvistarlega þátt reynslunnar – hvernig mennirnir mæta flóknum staðreyndum lífsins, leitast við að leysa fjötra sína og eignast virðingarvert líf.

Um myndina

 • Flokkur: Heimildamynd
 • Frumsýnd: 5. apríl, 2003, Regnboginn
 • Lengd: 57 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi
 • Alþjóðlegur titill: Straight Out: Stories from Iceland
 • Framleiðsluár: 2003
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Frumsýningarstöð: Stöð 2
 • IMDB: Hrein og bein. Sögur úr íslensku samfélagi
 • Heimasíða: Krumma films