Dé Lappé - Hörður Torfason

Dé Lappé - Hörður Torfason Dé Lappé - Hörður Torfason
Watch the video

Dé Lappé - Hörður Torfason

Hörður Torfason flutti eigið lag Dé Lappé í Kastljósi líklega fyrir hausttónleikana 4. september 2016 í Borgarleikhúsinu þó það komi ekki fram með myndbandinu.

Þessi söngur var fyrst hljóðritaður sumarið 1970 og kom út í ársbyrjun 1971 á breiðskífunni Hörður Torfason flytur eigin lög, sem var fyrsta plata hans og var að öllum líkindum metsölu plata ársins.

Lýsing á Tix:

Leikarinn, leikstjórinn, söngvaskáldið og aðgerðalistamaðurinn Hörður Torfa er mættur aftur með hausttónleikana sína í Borgarleikhúsið. Að þessu sinni verður hann einn á sviðinu en að mati flestra sem til þekkja er hann bestur þannig. Hörður hélt sína fyrstu hausttónleika í september 1976 og urðu þeir með tíð og tíma fastur árlegur menningarviðburður í lífi landsmanna. Það hefur oft verið fjallað um þann eiginleika Harðar að geta hrifið fólk með sér um allt tilfinningarófið, menn ýmist engjast sundur og saman af hlátri, sitja þöglir og hugsandi,eða berjast jafnvel við tárin, og allt þar á milli. Hann segir og syngur sögur á eftirminnilegan hátt og þá má sérstaklega nefna sögur hans og söngva frá Ælandi sem eru oft meinfyndnir og skarpar samfélagsádeilur. Fólki er bent á að tryggja sér miða fljótlega þar sem venjulega er uppselt.