Aðgerðavika vegna Tsjetsjeníu

Aðgerðavika vegna Tsjetsjeníu

Samtökin '78 skipulögðu aðgerðaviku 3. - 5. maí 2017 vegna ástandsins í Tsjetsjeníu,

"Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir útrýmingarherferð gegn hinsegin fólki. Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undanfarinn mánuð hefur ástandið versnað og ofbeldið heldur áfram.

Nú er mál að linni!
Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu, þar sem fólk skiptist á að standa stuttar vaktir, við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17. Ef þú vilt taka þátt í keðjustöðunni, endilega sendu okkur skilaboð.

Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála."

Hér eru nokkrar myndir frá aðgerðunum og stutt myndband þar sem María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78 ávarpar þáttakendur. Hún stillti sér einnig upp fyrir okkur ásamt Miss Gloriu Hole fulltrúa dragsenunnar.

Óvenju mikil viðvera lögreglu skýrist af ásökunum frá sendiráðinu um skemmdarverk þar sem vísað var í límmiða sem límdur var á skilti þarna.

 

 

 

Nánari upplýsingar:

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/288141598299090/

Ræða formanns Samtakanna '78: https://samtokin78.is/motmaelaadhgerdhir-gegn-hatursglaepum-i-tsjetsjeniu

Frekari upplýsingar um þá atburði sem eiga sér stað í Tsjetsjeníu: https://samtokin78.is/motmaelaadhgerdhir-gegn-hatursglaepum-i-tsjetsjeniu/