The Hump Day Social á Curious

The Hump Day Social á Curious

Mánaðarlega hittast hommar og njóta félagsskapar hvers annars á viðburði sem nefnist Hump Day Social eða miðvikudags hittingur. 28. ágúst 2019 var viðburðurinn á Curious í Hafnarstræti 4, efri hæð, og mættu líka fyrstu gestir Bears on Ice hátíðarinnar sem hófst daginn eftir.

Hér eru nokkrar svipmyndir. Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan er hægt að flétta myndunum eða láta þær spila sjálfkrafa.

Þessir viðburðir Hump Day Social hafa sannarlega verið skemmtileg nýbreytni í félagslífinu og vel sóttir af fjölbreyttum hópi á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það eru allir opnir fyrir að kynnast nýju fólki þarna svo það er ekkert mál að koma einn þó þú þekkir ekki neinn.

Það eru þeir Todd Kulczyk og Andres Pelaez sem komu með þennan skemmtilega sið til landsins og skipuleggja viðburðina.

Mánaðarlega velja þeir nýjan stað og kynna staðsetninguna í lokuðu Facebook grúppunni: The Hump Day Social og opnu grúppunni Hommaspjallið.