Daníel Örn Einarsson talar um að koma út úr skápnum í efstu deild

Daníel Örn Einarsson talar um að koma út úr skápnum í efstu deild

Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.

Ísland í dag tók við hann viðtal 29. október 2012 undir yfirskriftinni Eini homminn í efstu deild

Hann ráðleggur þeim sem eru enn í skápnum að taka sér sinn tíma og vera alveg 100% búnir að samþykkja þetta fyrir sjálfum sér áður en þeir taka skrefið að koma út úr skápnum. En síðan sé þetta líklega minna mál en þeir halda. Síðan bara að halda áfram að vera þeir sjálfir, ekkert að fara að breyta sér þó þeir komi úr skápnum. Ekki vera hræddir því þetta er ekki neitt mál svona eftir á að hyggja.

Spurður að því af hverju svona fáir samkynhneigðir séu í meistaraflokki í liðsíþróttum nefnir hann að í yngri flokkunum þá leiðist menn á aðrar brautir þegar þeir finna að þeir eru öðruvísi og þá eru kannski meiri líkur á að þeir droppi út úr liðinu. „Þó svo að það séu ekki fordómar í meistaradeildinni þegar þú ert orðinn fullorðinn þá veit maður alveg hvernig það er að vera á gelgjunni, þá eru jú fordómar og menn eru viðkvæmari fyrir smá mótlæti. Þannig að ég hef nú ekki mikla trú á því að í næsta mánuði komi allt í einu fimm leikmenn Pepsídeildarinnar út úr skápnum.

Hér má sjá allt viðtalið við hann í Ísland í dag: Eini homminn í efstu deild

Daníel Örn Einarsson talar um að koma út úr skápnum í efstu deild
Daníel Örn Einarsson talar um að koma út úr skápnum í efstu deild