Skápasögur

Skápasögur

Í tilefni Hinsegin daga sér Sigurður Þorri Gunnarsson á RÚV um þættina Skápasögur - stuttar frásagnir nokkurra hinsegin einstaklinga um leið þeirra út úr skápnum. Það má hlusta á þá á vef RÚV Skápasögur og á Spotify hér.


Bjarndís segist stöðugt vera að koma út úr skápnum en hún er tvíkynhneigð. Hún segir okkur sína sögu í Skápasögum.


Árni Grétar kom út úr skápnum sem hommi árið 2002. Hann segir okkur sína sögu í Skápasögum.

Kristmundur Pétursson kom út úr skápnum sem transmaður árið 2019 þegar hann var 24 ára. Hann segir alltaf betra að lifa sem maður sjálfur en að reyna að vera einhver annar. Hann segir frá því þegar hann kom út úr skápnum í Skápasögum.


Þegar Ragnhildur Sverrisdóttir kom út úr skápnum við upphaf níunda áratugarins kunni hún ekki orð yfir sjálfa sig. Orðin sem hún heyrði voru eitthvað sem hún vildi ekki skreyta sig með. Hún eignaðist fyrst kærustu í menntaskóla og saman leituðu þær að hinsegin samfélaginu á Íslandi. Hún sagði frá því þegar hún kom fyrst út úr skápnum í Skápasögum sem eru á dagskrá á hverjum degi á hinsegin dögum í Sumarmálum á Rás 1.

Þetta eru aðeins fyrstu fjórir þættirnir sem út eru komnir í dag. Fylgist með nýjum þáttum á RÚV eða Spotify.