Um vefinn samkynhneigð.is

Um vefinn samkynhneigð.is

Samkynhneigd.is er ætlað að vera vettvangur til að efla sjálfsmynd og samkennd samkynhneigðra með fréttum og fróðleik.

Hommar og lesbíur eiga sína sögu og sína menningu og hafa háð sína réttindabaráttu og við erum stolt af því hver við erum.

Að Samkynhneigð.is standa nokkrir einstaklingar sem eiga það sammerkt að hafa starfað um árabil með einum eða öðrum hætti sem sjálfboðaliðar í ýmsu félagsstarfi meðal samkynhneigðra og annarra.

Hjá Samkynhneigd.is er öll vinna unnin af sjálfboðaliðum og vefurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Ef þú vilt senda okkur ábendingar um efni eða pistla eða annað hafðu þá endilega samband í pósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

  • Páll Guðjónsson
  • Matthias Matthiasson
  • Frosti Jónsson