Uppgötvaði kynhneigðina í gegnum Marilyn Monroe

Uppgötvaði kynhneigðina í gegnum Marilyn Monroe

„Það er ekkert hefðbundið við Andreu Jónsdóttur, plötusnúð og útvarpskonu. Hvorki útlit, áhugamál, starfsframi, kynhneigð, trúarskoðanir né fjölskylduform. Í húð, og grátt hár, er þessi 68 ára rokkari, köttur sem fer sínar eigin leiðir.“

Svona byrjar viðtal við Andreu Jónsdóttur á dv.is og þar kemur líka fram að hún uppgötvaði kynhneigðina í gegnum Marilyn Monroe.

„Til dæmis man ég sérstaklega eftir myndinni The Misfits með Marilyn Monroe sem kom út árið 1961. Ég skildi aldrei af hverju hugguleg ung stúlka eins og hún Marilyn Monroe var að faðma gamla skarfinn Clark Gable. Mér fannst þetta eiginlega hálf ógeðslegt. Þessir gömlu karlar áttu alls ekki að eiga skilið að fá svona huggulegar stúlkur til lags við sig. Þar fór góður biti í hundskjaft, hugsaði ég,“ segir Andrea og hlær.

Það var svo í útvarpsviðtali hjá Árna Þórarinssyni sem Andrea var fyrst spurð út í hvernig það væri að vera lesbía. 

„Hann gerði bara ráð fyrir því að allir vissu þetta! Ég bað hann náðarsamlegast að vera ekki að útvarpa þessu, bókstaflega, þar til ég væri búin að tala við foreldra mína. Eftir að búið var að taka upp þáttinn hringdi ég í systur mína og spurði hana hvort pabbi og mamma vissu ekki örugglega af þessu. Hún sagðist ekkert vita um það svo ég hringdi í mömmu sem sagði bara: „Hva!? Auðvitað! Henni væri nú bara alveg slétt sama, og pabbi sagði að þetta væri mitt líf. Svo var ekkert meira með það, enda átti ég frábæra foreldra sem leyfðu mér bara alltaf að vera ég sjálf. Svo er þetta nú yfirleitt þannig með flesta foreldra. Þeir vita þetta um börnin sín jafnvel þegar þau eru sjö ára eða eitthvað. Löngu áður en maður veit það sjálfur.“

Lesið viðtalið við þessa hressu lesbíu á dv.is: Pabbi sagði að þetta væri mitt líf - „Þetta er reyndar mjög hallærisleg saga