Heiðdís Anna heitir nýr bloggari á glam.is sem ákvað að stökkva í djúpu laugina og hafa fyrsta bloggið þar „voðalega dramatískt og væmið“.
Þar sem ég ólst upp við að eiga 2-3 mömmur og hef nánast allt mitt lif þurft að útskýra fyrir fólki hvernig það virkar þá langaði mig að gera það í eitt skipti fyrir öll. Þegar ég var 8 ára þá kynntist mamma mín konu. Skömmu siðar bjó hún með okkur mömmu og sá um mig eins og foreldri. Ég kippti mér aldrei neitt upp við það eða fannst eitthvað skritið við þetta.
Við vorum topp fjölskylda allar þrjár!
Einn daginn hlaut að koma að því að fólk myndi spyrja mig út í hvort ég byggi hjá foreldrum minum eða hvort móðir mín ætti “kærasta”. Það var alltaf spurt mig hvort hún ætti kærasta en aldrei kærustu. Þegar ég var búin að fá spurninguna um hvort hún ætti kærasta nokkrum sinnum þá fór ég að hugsa að það eðlilega væri semsagt að eiga kærasta. Ég velti því fyrir mér mjög lengi hvort fjölskyldan min væri þá “óeðlileg”? Yfirleitt svaraði ég bara “nei hún á kærustu”. Þá voru viðbrögðin mjög misjöfn. Til dæmis þegar ég sagði bekkjarfélögum minum frá þá var bara eins og þau höfðu aldrei heyrt um þetta áður! Á endanum var mér byrjað að kvíða fyrir þessari spurningu. Mig langaði ekki að segja fólki að ég ætti tvær mömmur. Ef ég sagði að ég ætti tvær mömmur þá sagði fólk rosalega oft “já mamma þin og kona pabba þins þá?”….. “neeei á í rauninni 3 mömmur, mömmu mína, konuna hennar og konu pabba míns”
Lesið einlægan pistilinn á glam.is: Lesbíu barn