Ástralir segja já við hjónaböndum samkynhneigðra

Ástralir segja já við hjónaböndum samkynhneigðra

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu í Ástralíu um það hvort lögleiða eigi hjónaband samkynhneigðra liggur nú fyrir. 61,6% kusu JÁ. Ljóst þykir að þessar ótví­ræðu nið­ur­stöður séu sögu­legar í land­inu og var kosningabaráttan heldur hrotta­fengin á köfl­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði á blaða­manna­fundi að fólkið hefði gefið ótví­ræð skila­boð og að þingið verði nú að verða við óskum þess og fylgja lög­unum eft­ir. 

“Þeir sögðu já við sann­girni, já við skuld­bind­ingu, já við ást. Og nú er komið að okkur á þing­inu að halda áfram með starfið sem ástr­alska fólkið bað okkur um að sinna og ljúka þessu,“ sagði Turn­bull og árétt­aði að lögin verði komin í gildi fyrir jól­in. Þetta segir í frétt The Guar­dian

Kjarninn náði tali af ástralska uppistandaranum Jonathan Duffy og ræddi þessa sögulegu útkomu.

Nið­ur­stöð­urnar skipta gríð­ar­lega miklu máli fyrir sam­fé­lag sam­kyn­hneigðra í Ástr­alíu og segir Jono að þær séu skýr skila­boð um óskir fólks varð­andi hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Stjórn­mála­menn hafi hér áður fyrr notað vilja almenn­ings sem afsökun fyrir því að gera engar breyt­ingar þrátt fyrir að skoð­ana­kann­anir hafi sagt aðra sögu. Hann bendir á að þó ástr­alska þjóðin sé ekki trú­hneigð þá hafi trú verið dregin inn í umræð­una. 

„Það sem er mik­il­vægt fyrir sam­kyn­hneigða í Ástr­alíu nú um mundir er að for­dómar munu lík­leg­ast minnka til muna. Þegar ríki mis­munar hópi fólks þá er ekki við öðru að búast en að borg­arar þess geri það lík­a,“ segir hann og bætir við að í nán­ast öllum þeim löndum sem hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra hafi verið lög­leidd hafi for­dómar minnk­að. 

„Vegna jafn­réttis til hjóna­bands munu heilu kyn­slóð­irnar vaxa úr grasi vit­andi það að sam­kyn­hneigðir séu venju­legt fólk. Eftir smá tíma verður þetta ekki einu sinni eitt­hvað sem fólk pælir í, heldur bara hluti af líf­in­u,“ segir hann. 

Lesið umfjöllun Kjarnans hér: Ástralir segja já við hjónaböndum samkynhneigðra

Mynd frá kröfugöngu fyrir kosningarnar. japantimes.co.jp                    

Nýlegar greinar