Fyrsti homminn ráðherra

Fyrsti homminn ráðherra

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son sem er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra er fyrsti homminn sem setið hefur í ríkisstjórn á Íslandi. Á undan honum fór Jóhanna Sigurðardóttir sem var fyrsta lesbían. Guðmundur Ingi er fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar og hefur unnið ötullega að umhverfismálum undanfarin ár.

Guðmundur Ingi er líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann hefur áður starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Þá hefur hann kennt í nokkrum námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Guðmundur Ingi hefur einnig starfað sem landvörður.

Guðmundur Ingi tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður félagsins frá 2007 til 2010.

„Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi í viðtali við Vísi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“ Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.

Nýlegar greinar