Drag senan á Íslandi hefur blómstrað undanfarin tvö ár eftir að Drag-Súgur stökk fram á sjónarsviðið á Gauknum. Fjöldi listamanna hefur troðið upp með þeim, hver með sína sérstöðu svo þetta hefur verið afar fjölbreitt. Drag-súgur hélt nýverið upp á tveggja ára afmæli sitt. Þau hafa verið með mánaðarlegar sýningar á Gauknum í tvö ár og að auki eru þau nú með Drag-Lab kvöld sem eru tilraunakenndari og á sunnudagskvöldum eru þau með Lipsync Karaoke á Kiki. Einnig hefur Loft Hostel verið með Drag Extravaganza kvöld mánaðarlega með erlendum gestum.
Föstudagskvöldið 1. desember mun svo stíga fram á sjónarsviðið nýr drag hópur sem kallar sig House of Strike og verða með sýningu á Gauknum og svo aftur 15. desember og vonandi áfram eftir áramót. Hópurinn samanstendur af sex vinum; Pixy Strike, James the Creature, Wonda Starr, Tiffany with a C and Jackie Moon ásamt Kat McDougal sem verður kynnir. Ungverska drag drottningin Pixy Strike hefur kaffært hin með ást og umhyggju og því varð úr að hópurinn var nefndur í höfuðið á henni.
Þær eru þekktar fyrir að vera engar teprur á sviði og eiginlega þvert á móti, ekkert feimnar við að vera með óheflaðan og grófan húmor og taka sig ekkert of alvarlega. Kannski segir merkið þeirra allt um það.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum House of Strike, vol. 1 og hægt er að fylgjast með þeim á Facebook síðunni þeirra House of Strike
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar stiklur frá þeim sem gefa fyrirheit um það sem koma skal. Þetta verður eitthvað.
Pixy Strike
Jackie Moon Teaser
Wonda Starr Teaser
Tiffany Teaser