Risatónleikar Páls Óskars endurteknir

Risatónleikar Páls Óskars endurteknir

Í haust hélt Páll Óskar Hjálmtýsson tvenna tónleika á heimsmælikvarða í Laugardalshöll. Íslenskt tónleikahald var tekið á nýtt stig að öllu leyti og hann mun endurtaka leikinn 30. desember. Sjaldan eða aldrei hefur íslenskur listamaður lagt jafn mikið í tónleika hér á landi.

Sjáið hér sýnishorn frá tónleiknum.

Líkt og í september verða fjölskylduvænir tónleikar síðdegis og aðrir fullorðins um kvöldið.

Miðar eru seldir hjá tix.is

Lýsing:

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka risatónleikana laugardaginn 30. desember. Flottustu tónleikar Íslandssögunnar verða gerðir aftur, nákvæmlega eins og áður, þannig að allir fá nú annað tækifæri til að upplifa þennan einstaka viðburð sem á sér engan líka hér á landi.

Páll Óskar mun syngja öll bestu lög ferils síns frá 1991 - 2017 ásamt fimm manna hljómsveit í bland við raftónlistina og fullt af dönsurum. Sviðið er sérsmíðað og ekkert til sparað í búningum og umgjörð til að gera þessa tónleika með öllu ógleymanlega.

Sprengjur, LED stangir, LED kastarar, LED boltar, gúmmíbátar og sófar koma við sögu... já og áhorfendur fá ljósaarmbönd og verða þar með hluti af sýningunni!

Laugardalshöllin mun enn og aftur springa af hreinni gleði, hlaðin glysi og glaumi eins og Páll Óskar einn getur leyft sér.

Nýlegar greinar