Dívugleðin - árshátíð allra lesbía 20. okt

Nefndin sem skipuleggur Dívugleiðina
Dívugleðin - árshátíð allra lesbía 20. okt

Dívugleðin er meiriháttar gleðisprengja inn í grámyglulegt haustið. Konur þyrstir í að skvetta úr klaufunum og hitta aðrar konur, borða saman, dansa saman, kjafta, sýna sig og sjá aðrar. Auðvitað getum við farið á barina niður í bæ en með þessu móti veljum við einn dag þar sem við stefnum öllum konum saman til að hittast á sama stað sama tíma - því fleiri því betra.

Við lítum á þetta sem einskonar árshátíð allra lesbía. Þannig byrjaði þetta fyrir mörgum árum, nokkrar konur bjuggu til klúbb sem kölluðu sig Konur með Konum - eingöngu lesbíur. Síðan tekur ein grúppan við af annarri og reynir að halda þessum bolta á lofti - hittast, borða saman og dansa fram á rauðan morgun. Síðustu 3 ár höfum við hist undir merkjum Dívugleðinnar. Tímarnir breytast og þróun á  kynvitund og kyntjáningu breytist með. Við höfum því ekki útilokað aðrar konur sem vilja koma inn í hópinn og fögnum fjölbreytileikanum. Transkonur sýna viðburðinum áhuga og koma, sama má segja um aðrar konur sem vilja skemmta sér með konum og vera með konum.

Í ár verðum við í IÐNÓ, glæsilegum stað sem hæfir tilefninu vel, laugardagskvöldið 20. október. Við erum að vanda með 3ja rétta kvöldverð og fordrykk. Og það er hægt að biðja sérstaklega um VEGAN matseðil (panta fyrirfram). Á ballinu spilar hljómsveitin Nostalgía allt milli himins og jarðar, engin takmörk á því sem þessi hljómsveit getur dregið upp úr hatti sínum. Hljómsveitin mun fá enga aðra en Lollu (Ólafíu Hrönn) til að taka 1-2 lög. Það verður því fjör á dansgólfinu.

Veislustýrur verða Svanfríður Anna Lárusdóttir (Svana) og Margrét Óskarsdóttir ( Madda). Þær munu taka vel á móti gestum og leiða kvöldið áfram með gleði og gríni. Í fyrra höfðum við happdrætti og munum halda uppteknum hætti í ár, það verða fullt að góðum vinningum og er miðinn innifalinn í verðinu. Miðarnir eru rafrænir eins og í fyrra. Það þýðir að konur mæta og við merkjum við samkvæmt listanum. Þetta gekk mjög vel í fyrra og með þessu spörum við prentun á miðanum. Við stillum miðaverði í hóf en reynum að hafa fyrir útgjöldum með örlítilli álagningu, það er ýmislegt sem tínist til, dyravarsla, hljóðmaður eða DJ eins og í fyrra, en aðrir vinna frítt. Ef einhver afgangur verður mun hann fara upp í gleðina næsta ár því auðvitað stefnum við á að þetta verði árlegur viðburður hér eftir sem hingað til.

Dívurnar í skipulagsnefndinni
Dívurnar í skipulagsnefndinni

Nefndina skipa: Arndís Björg Sigurgeirsdóttir (Addý) sem er einnig meðlimur í hljómsveitinni Nostalgíu, Ásdís Óladóttir og Fríða Bonnie Andersen.

Húsið opnar 19:15 með fordrykk. Borðhald hefst kl. 20:00. Ballið hefst kl. 22:30 og þá munum við opna inn í salinn þannig að þær sem vilja bara mæta á ballið geta komið þá. Það kostar kr. 1500 á ballið og greitt við innganginn, enginn posi. Miða á  Dívugleðina sjálfa þar sem allt þetta er innifalið má kaupa með því að leggja inn á reikninginn: 0301-26-078078 kt. 210564-8379. Ef óskað er eftir Vegan matseðil þá verður að taka það fram við miðakaupin.

Facebook viðburður Dívugleðinnar: Dívugleði 2018

Facebook hópur Dívugleðinnar: Dívugleði

 

Dívugleðin - vegan matseðill

Dívugleðin - matseðill

Nýlegar greinar