Margrét Pála | Með Loga

Margrét Pála
Margrét Pála | Með Loga

Margrét Pála, prímus mótor Hjallastefnunnar, er í útrás og mun reka leikskóla í Skotlandi á næstunni. Í þættinum Með Loga segir hún frá því að stór hluti vinnu sinnar hafi verið að tala um Hjallastefnuna úti um allan heim í fyrirlestrarformi. Á sama tíma hefur hún verið hundsuð af háskólum hérlendis.

„Ég hef aldrei verið beðin um fyrirlestur á menntavísindasviði í Háskóla Íslands. Ég er í meiri samvinnu við erlenda háskóla en háskólana hér heima,“ sagði hún í þættinum hjá Loga Bergmann sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium.

Það er óhætt að mæla með þessu fróðlega viðtali þar sem hún fer yfir sögu sína sem er samofin réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi.

Hér má sjá bort úr þættinum og má mæla með þessu góða viðtali: mbl.is

Tengdar greinar

Nýlegar greinar