Alaska Thunderfuck treður upp aftur á Íslandi

Alaska Thunderfuck treður upp aftur á Íslandi
Alaska Thunderfuck treður upp aftur á Íslandi

Næsta föstudag stíga nokkrar af skærustu stjörnum dragheimsins, erlendis sem hérlendis, á svið hér í Gamla Bíó. Stærsta nafnið er líkla Alaska Thunderfuck sem flestir drag aðdáendur ættu að kannast við úr RuPauls Drag Race en hún vann All Stars 2 keppnina og trjónir því hátt. Einnig troða upp Jackie Beat & Sherry Vine ásamt herskara af íslenskum drag stjörnum eins og Miss Gloria Hole, Gógó Starr sem báðar hafa hlotið titilinn Dragdrottning Íslands, Deff Starr. Miss Mokki treður einnig upp og Bryndísi Ásmunds mun starta sýningunni. Þetta er sýning sem enginn drag aðdáandi má missa af þó hún beri það látlausa heiti: Just Another Drag Show or Whatever.

Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum: Just Another Drag Show or Whatever  og miðar eru seldir á TIX.is Bæði er hægt að fá miða á sjálfa sýninguna og líka hægt að fá aðgang að VIP meet and greet með stjörnunum á undan sýningunni sem er kjörið fyrir þá sem vilja hitta þær persónulega og kannski fá mynd af sér með þeim.

Alaska Thunderfuck kom fyrst til landsins og tróð upp sem hluti af sýningunni RuPaul's Battle of the Seasons 2015 Condragulations Tour og var ljósmyndari okkar / gayice.is / The Daily Drag Gazette á staðnum.

Skoðið myndir frá sýningunni hér á gayice.is: RuPaul's Battle of the Seasons 2015 Condragulations Tour og myndband með nokkrum af hápunktum sýningarinnar hér fyrir neðan.