Nýr queer bar opnar með men-only kvöldum

Nýr queer bar opnar með men-only kvöldum

**Update maí 2019. Staðnum hefur verið lokað í kjölfar eigendaskipta **

Langþráður draumur margra rættist 1. febrúar síðastliðinn þegar Vintage Box á efri hæð Hafnarstrætis 4 opnaði sem queer bar og viðburðarými. Það er Jacob Barker sem fékk að umbylta rekstrinum þarna ásamt manni sínum Ragnari Erling Hermannssyni.

Almennt er staðurinn opinn öllum, laugardagskvöld eru blönduð fyrir LBGT+ en á föstudagskvöldum verða men-only kvöld og áform um að vera með þema annan hvern föstudag.

Það var partýstemning fyrsta kvöldið enda var þema kvöldsins „Gamla Senan / Reunion“. Húsið var troðfullt og mikil ánægja með framtakið.

8. febrúar verður aftur men-only kvöld þar sem þema verður „Let's Get Physical!“ þar sem menn eru hvattir til að mæta í sportfatnaði og fá fyrstu 50 í íþróttagalla frían drykk.

9. febrúar verður ætlað öllum LGBT+ með þema „Vintage Queer“ þar sem Dj Seth Sharp sér um tónlistina og allir hvattir til að klæða sig upp í anda 50's, 60's, eða 70's áranna.

22. febrúar verður men only kvöldið „Bringing Butch back boys !!“ til heiðurs gamla MSC klúbbsins sem sárt er saknað og verður eitthvað af munum frá þeim stað dregið fram úr geymslu til að fullkomna stemninguna. Menn eru hvattir til að mæta í einhverju leðri, gallafötum eða einkennisbúning af hvaða tagi sem er, skiptir ekki máli hvaða föt um ræðir .. bara eitthvað af þessu.

Ragnar og Jacob

Tónlistinn verður almennt flott House DJ mússik. Áformað er að hafa sér inngang fyrir staðinn.

Við óskum þessum nýja vettvang bjartri framtíð.

Lækið Facebook síðu Vintage Box til að fylgjast með þessari fjölbreyttu dagskrá.

Vintage Box

 

 

 

 

Tengdar greinar

Nýlegar greinar