Friðrik Agni - Þín eigin leið – Podcast

Friðrik Agni - Þín eigin leið – Podcast

Friðrik Agni er 32 ára en hefur átt viðburðaríka ævi sem hann fór yfir í viðtali í Fréttablaðinu nýverið. „Hann er forvitinn, tilfinninganæmur og skapandi enda hikar hann ekki við að elta drauma sína og láta þá rætast.“

„Friðrik segist hafa opnað sig gagnvart samkynhneigðinni þegar hann var fimmtán ára. „Ég var aldrei í neinum skáp heldur var ég alltaf opinn fyrir sjálfum mér. Ég var í stuðningsríku umhverfi og það var ekkert mál þegar ég tilkynnti mömmu að ég væri skotinn í strák. Ég þurfti aldrei að glíma við mótlæti varðandi kynhneigðina.“

„Hann hefur haldið fyrirlestra undir heitinu Þín eigin leið, þar sem hann deilir með öðrum uppbyggilegum frásögnum, segir frá því hvernig hann lætur draumana rætast og spyr spurninga með verkefnavinnu.“

„Út frá því verkefni urðu til hlaðvarpsþættir undir sama nafni þar sem Friðrik ræðir við áhugavert fólk um lífsspeki þess. Nýlega ræddi hann við Haffa Haff en það samtal vakti mikla athygli. Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og öðrum hlaðvarpsmiðlum.

 

 

Hafsteinn Þór Guðjónsson / Haffi Haff 

,,Við erum gerð til þess að gera hluti. Ég er með huga, líkama og sál og ég ætla gera allt sem ég get gert því ég, og við, erum lifandi!” Hafsteinn Þór Guðjónsson eða Haffi Haff hefur gefið út popp smelli, er þekktur fyrir yfirdrifna sviðsframkomu og persónuleika en sýndi einnig að hann getur dansað í dansþáttunum Allir geta dansað. Í þessu samtali kemur m.a. fram að Haffi lærir með því að gera, sér tækifærin sem gjafir og gerir því alltaf sitt besta. En stærsta verkefnið er alltaf verkefnið sem hann fæst við í augnablikinu sem er einfaldlega dagurinn í dag og lífið sjálft sem hann tæklar af einskærum kærleik og mögnuðu innsæi.

Hlustið á þáttinn hér: https://open.spotify.com/episode/4D503aviIJai5bqPKV24Nq
M
eira hér: https://www.frettanetid.is/eg-er-med-huga-likama-og-sal/

 

Ólafur H. Móberg / Starína

,,Aldrei gefast upp” Ólafur H. Móberg gefst ekki upp. Í gegnum allskyns mótlæti í lífinu einkennist leiðin hans Óla Helga af ótrúlegu hugrekki og sjálfstrú. Hugrekkið fleytti honum til Ástralíu og Ítalíu og ástríðan hans fyrir leiklist og skapandi vinnu fleytti honum í heim drag senunnar á Íslandi þar sem hann kemur fram undir nafninu Starína.

Hlustið á þáttinn hér: https://open.spotify.com/episode/2JOSZkvqlrYC6oxD6BLKL5
Meira hér: https://www.frettanetid.is/oli-let-motlaetid-ekki-buga-sig-ferdadist-um-heiminn-og-gerdist-dragdrottning/

 

Þín eigin leið - Friðrik Agni 

Fylgist með nýjum þáttum af podcastinu Þín eigin leið hér: https://open.spotify.com/show/6vbEpjxaMPUUGq5gPSOxgi

Meira hér: https://www.frettanetid.is/author/fridrikagni/

Nýlegar greinar