Gleðigangan 2006 | Bein útsending NFS

Gleðigangan 2006 | Bein útsending NFS

Það var mikill uppgangur árið 2006 þegar Gleðigangan var gengin niður Laugaveg. Við vorum með fréttastöð sem sendi út allan sólarhringinn og fjallaði ítarlega um gönguna. Helgi Seljan tók viðtöl í beinni og allt var sent beint út, undirbúningur, gangan og skemmtiatriðin á sviðinu. Hrafnhildur Gunnarsdóttir var fengin í settið og fjallaði um stöðuna í réttindabaráttunni. Við fundum gamla VHS upptöku af þessari útsendingu og datt í hug að einhverjir hefðu gaman af því að rifja þetta ár upp með okkur þar sem eitthvað varð lítið úr Gleðigöngunni þetta ár 2020.

Hrafnhildur safnaði saman ótrúlega merkilegu myndefni í gegnum árin sem birtust í þáttaröðinni Svona Fólk og Fjaðrafok. Á vef hennar svonafolk.is má finna mikið efni sem var notað í þáttunum og hægt er að horfa á Fjaðrafok þar.

 

Nýlegar greinar