Hump Day hittingar byrja aftur

Hump Day hittingar byrja aftur

Mánaðarlega hittast hommar og njóta félagsskapar hvers annars á viðburði sem nefnist Hump Day Social. Eftir smá pásu "er kominn tími til að koma út úr Covid mókinu og koma saman í smá drykk og spjall eftir allan þennan tíma. Hump Day Social ásamt Bangsafélaginu bjóða ykkur velkomin á Jörgensen þann 16. júni frá kl.19."

Bangsafélagið er félag bangsa og vina þeirra. Hlutverk bangsafélagsins er m.a. að bæta sýnileika bangsa í samfélaginu, vekja máls á mánefnum eins og líkamsímynd og halda árlega bangsahátíð undir nafninu Reykjavík Bear og er arftaki Bears on Ice viðburðarins. 

Þessir viðburðir Hump Day Social hafa sannarlega verið skemmtileg nýbreytni í félagslífinu og vel sóttir af fjölbreyttum hópi á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það eru allir opnir fyrir að kynnast nýju fólki þarna svo það er ekkert mál að koma einn þó þú þekkir ekki neinn.

Mánaðarlega velja þeir nýjan stað og kynna staðsetninguna í lokuðu Facebook grúppunni: The Hump Day Social og opnu grúppunni Hommaspjallið.