Tríkómónas-sýking

Hvað er tríkómónas-sýking?

Tríkómónas-sýking orsakast af sníkjudýrinu Trichomonas vaginalis.

 

Hvernig smitar tríkómónas-sníkjudýrið?

Sníkjudýrið smitar við óvarðar samfarir.

 

Er sýkingin hættuleg?

Tríkómónas-sýking er hættulaus.

 

Hver eru einkenni tríkómónas-sýkingar?

Hún getur valdið eymslum í leggöngum og leghálsi kvenna, aukinni útferð sem lyktar illa, er gulgræn á litinn og „freyðir . Jafnframt getur bólgin slímhúð í leggöngum og leghálsi valdið eymslum við samfarir og sviða við þvaglát.

Karlar geta einnig fengið sviða við þvaglát en yfirleitt fá þeir lítil eða engin einkenni.

 

Er hægt að fá meðferð við tríkómónas-sýkingu?

Sýkinguna er hægt að meðhöndla á áhrifaríkan hátt með stuttri sýklalyfjameðferð. Einnig ætti að meðhöndla bólfélagann.

Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir. 2017

Úr upplýsingabækling Landlæknis um kynsjúkdóma, smitleiðir þeirra, einkenni, meðferð og forvarnir 2017.

PDF bæklingur