Forvarnarlyfið Prep sannar gildi sitt

Notkun homma á forvarnarlyfinu Truvada, sem einnig er kallað Prep (pre-exposure prophylaxis), er árangursrík leið til að koma í veg fyrir HIV smit. Prep (Truvada) er ekki aðgengilegt fyrir homma á Íslandi með sama hætti og víða erlendis eins og í Bandaríkjunum og Kanada og því þarf að breyta enda hefur notkun á lyfinu marg sannað sig. Í Bandaríkjunum drógust nýsmit t.d. saman um 18% milli áranna 2008 og 2014 en notkun á forvarnarlyfinu meðal homma og tvíkynhneigðra karlmanna skýrir þá þróun að verulegu leiti. Í London drógust nýsmit saman um 40% milli áranna 2015 og 2016 sem skýra má með víðtækari notkun sam- og tvíkynhneigðra karlmanna á forvarnarlyfinu.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa verið að skoða þessi mál en enn sem komið er er lyfið ekki aðgengilegt fyrir homma og tvíkynhneigða karlmenn á Íslandi. Sóttvarnalæknir hefur þó lagt til að lyfið verð gert aðgengilegra fyrir almenning sem er mjög jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í þá átt.

Reglubundinn (dagleg) notkun Truvada dregur úr líkunum á HIV smiti um ríflega 90%. Því er ætlað að vera viðbót við þær varnir sem smokkurinn veitir gagnvart HIV smiti auk smiti annarra kynsjúkdóma eins og lekanda og sýfilis. Öruggt kynlíf með smokk er því alltaf langbesta vörnin.

Heimildir og ítarefni:

https://www.hiv.gov/blog/new-hiv-infections-drop-18-percent-in-six-years

http://www.visir.is/g/2017170928988

https://www.newscientist.com/article/2117426-massive-drop-in-london-hiv-rates-may-be-due-to-internet-drugs/

http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=VTVD6C6B76A-8146-4BE3-AC3D-CDE8917A4E4F

https://en.wikipedia.org/wiki/Emtricitabine/tenofovir

http://www.whatisprep.org/