SHAPE 1 Album Launch Party

SHAPE 1 Album Launch Party

Finnst þér gaman að klæða þig upp? Áttu búning sem þig hefur bráðlangað til að skella þér í en hefur bara verið að bíða eftir rétta tækifærinu?

Jæja, þá er biðinni LOKSINS lokið því Kanadíski poppsöngvarinn Denique býður í heljarinnar músík-veislu á Kiki á föstudagskvöld 6. október klukkan 20!!!

Partýið er haldið til að fagna útgáfu plötunnar "SHAPE 1" og hefst með örlítilli umræðu um tilurð hennar áður en gripnum verður skellt á fóninn og almennt partýstand byrjar!

Gestgjafi er enginn annar en uppistandarinn Jonathan Duffy.
Partíð er haldið í samvinnu við Kiki og GayIceland.
***FRÍTT INN***

Nánari upplýsingar á Facebook viðburði

Viðtal við Denique á GayIceland.is: I dreamed of this for over 10 years

Heimasíða Denique: Denique.ca

Tengdar greinar

Nýlegar greinar