Fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar

Fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar

Stefanía Guðlaug Steinsdóttir er nýr prestur í Glerárkirkju. Ráðning hennar markar ákveðin tímamót því hún er fyrsti opinberi samkynhneigði prestur Þjóðkirkjunnar. Hún kynntist eiginkonu sinni í námi og segir það hafa verið áfall í fyrstu að falla fyrir konu. Stefanía slasaðist illa við fall af hestbaki fyrir sex árum sem varð til þess að hún endurskoðaði líf sitt og fór í kjölfarið í guðfræðinám.

Vikudagur spjallaði við Stefaníu en nálgast má viðtalið í prentúgáfu blaðsins. 

Stefanía Guðlaug lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands í vor en samhliða námi hefur hún starfað við æskulýðsstörf í Neskirkju.

„Ég er afskaplega þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að starfa í prestakallinu. Reyndar þekki ég ágætlega til á þessum slóðum, því ég ólst upp í Glerárhverfinu á Akureyri og sótti sunnudagaskólann í Glerárkrikju. Á þeim árum datt mér sjálfsagt ekki í hug að ég yrði prestur í þessari kirkju. Ég lít björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna söfnuðinum.“

Stefanía Guðlaug er gift Hrafnhildi Eyþórsdóttur djákna og hjúkrunarfræðingi. Þær þjónuðu saman í hátíðarguðsþjónustu í Hofskirkju í Álftafirði á nýársdag og er ekki vitað til þess  í íslenskri kirkjusögu að hafi hjón af sama kyni hafi séð um þjónustu í kirkju. Stefanía Guðlaug telst vera fyrsti opinberi samkynhneigði presturinn innan íslensku þjóðkirkjunnar.

„Já, mér skilst það. Ég hef ekki mætt neinum fordómum enda hefur afstaða almennings til samkynhneigðar tekið jákvæðum breytingum á undanförnum árum og áratugum. Opinberlega telst ég vera fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar og ég er þakklát kirkjunni fyrir að velja mig til þessarar ábyrgðarstöðu.“

N4 spjallaði einnig við Stefaníu um nýja starfið, ástina, lífið og tilveruna í þættinum Hvítir mávar.

 

Kveið því að kyss­ast fyr­ir fram­an alla

Morgunblaðið fjallaði líka um samband þeirra 12. apríl 2017 í viðtali þar sem var fyrir yfir kynnin og brúðkaupið og var yfirskriftin „Kveið því að kyss­ast fyr­ir fram­an alla“ 

Stef­an­ía, Hrafn­hild­ur og börn­in þeirra fjög­ur
Stef­an­ía, Hrafn­hild­ur og börn­in þeirra fjög­ur

Hika við að leiðast

Í viðtalinu sögðu þær meðal annars:

Þó að for­dóm­arn­ir heyri hér um bil sög­unni til upp­lifa sam­kyn­hneigðir oft nýj­ar og und­ar­leg­ar til­finn­ing­ar þegar ást þeirra er bor­in á borð í at­höfn eins og brúðkaupi. Stef­an­ía þekk­ir það hjá sjálfri sér að hafa helst ekki viljað kyssa Hrafn­hildi nema í laumi. „Ég kveið mest fyr­ir því að eiga að kyssa kon­una mína fyr­ir fram­an allt þetta fólk í brúðkaup­inu; kyssa kon­una sem ég elska fyr­ir fram­an alla okk­ar nán­ustu var skrýt­in til­finn­ing. Ég frétti það seinna að þetta hefði verið hálf­gerður hraðkoss,“ seg­ir Stef­an­ía glett­in. „Í hvers­dags­líf­inu eig­um við Hrafn­hild­ur það til að passa okk­ur á því að leiðast ekki né sýna það út á við að við séum ást­fangn­ar, af ótta við viðbrögð annarra. Brúðkaupið gaf okk­ur því sér­stak­lega mikið þar sem við upp­lifðum viður­kenn­ingu allra okk­ar nán­ustu á hjóna­bandi okk­ar. Það fyllti hjartað sér­stak­lega og losaði í það minnsta mig úr viðjum eig­in for­dóma og það er það sem stend­ur upp úr eft­ir þenn­an dag.“

Viðtalið má lesa hér á mbl.is: „Kveið því að kyss­ast fyr­ir fram­an alla“ 

Sjá einnig:

Vikudagur: Komin á draumastað í lífinu

N4: Fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar

Tilvitnun í mbl.is bætt við 9. janúar 2018.

Tengdar greinar

Nýlegar greinar